top of page
vagnaslider-1-01.png

Skilmálar

Leigusali er Vagnageymsla.is (Hyrna 561 ehf).

Kennitala 631020-0970

Hyrna 561, Skagafjörður. 

Húsnæði er í eigu leigusala

 

Hið leigða er pláss í húsnæði í óupphituðu rými að 1600 fermetrum og

upphituðu rými að 300 fermetrum sem er ætlað fyrir...

  • Hjólhýsi

  • Fellihýsi

  • Tjaldvagn

  • Húsbíl

  • Annað


Leigutaka er bent á að í samningi geri leigusali ráð fyrir að lengd hins geymda sé samkvæmt
Ökutækjaskrá. Ef lengd er önnur vegna: Varadekks, gaskútafestinga, geymslukassa eða annars
sem eykur lengd, að láta vita fyrir svo hægt sé að gera ráð fyrir því.
 

Leigutími
Leigutímabilið er bindandi af hálfu beggja aðila samnings. Frá september til maí hvers árs.
Afhending ferðavagna í september er eftir samkomulagi. Í maí 2022 eru ferðavagnar
afhendir einnig samkvæmt samkomulagi.
 

Leiguverð og greiðsla
Gengið er frá leigu og greiðslu hér á Vagnageymsla.is. Þegar greiðsla er framhvæmd er sjálfkrafa farið inn á öruggt, dulkóðað svæði Rapyd Pay á Íslandi. Engar upplýsingar eru geymdar inn á vefsvæðinu Vagnageymsla.is. 


Tryggingar á eigum leigutaka
Leigutaki ber einn ábyrgð á eigum sínum í hinu leigða húsnæði og skal sjá um að tryggja eigur
sínar sjái hann ástæðu til. Leigusali mælist til þess að leigutaki láti tryggingarfélag sitt vita að
ferðavagn eða aðrar eigur hans séu í geymdar í geymslunni. 
 

Umgengni um hið leigða
Leigutaki er að leigja í sameiginlegu húsnæði með öðrum og hefur ekki umgengnisrétt að
húsnæðinu á leigutímanum. Ef um er að ræða nauðsynlegar undantekningar frá þessu ákvæði í
ljósi verðmætabjörgunar skal leigutaki greiða fyrir fylgd umboðsmanns leigusala. Innheimt er
komugjald 8.500,- kr. fyrir hverja heimsókn á svæðið utan þess tíma.
 

Skil á hinu leigða
Sækja þarf ferðavagna eftir samkomulagi í maí 2022. Gegn staðfestingu á eignarhaldi ef leigutaki
eða eigandi sækir ekki í eigin persónu. 
 

Ábyrgðir
Leigutaki á ekki kröfu á leigusala vegna bilana á bruna og öryggiskerfi hússins eða annarra
aðstæðna sem geta komið óvænt eða óviðráðanlega upp sem ekki hægt að rekja til vanrækslu
leigusala. Leigusali ber ekki ábyrgð á tjónum af völdum náttúruhamfara eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
 

Annað

  • Leigutaki skal ganga þannig frá eigum sínum að ekki hljótist tjón á þeim eða af þeim yfir veturinn.

  • Vagn/bíll skal vera hreinn að utan og án olíu eða annarskonar leka.

  • Óheimilt er að geyma gaskúta, rafgeyma og önnur eld- og sprengifim efni.

  • Óheimilt er að geyma matvæli eða annað sem getur skemmst.

  • Salerni ferðavagna og húsbíla skulu vera tæmd hrein og án leka.

  • Tæma skal vatnstanka og vatnslagnir.

  • Loka skal öllum opnum lúgum og gluggum og passa upp á að ekki sé raki inn í vagni/hjólhýsi/húsbíl.

  • Óheimilt er að geyma þýfi eða aðra hluti sem leigutaki á ekki.

  • Komi þannig mál upp er leigusala heimilt að gefa lögreglu eða dómstólum upplýsingar um það sem er inn í húsnæðinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum.


Lög og varnarþing
Samningur sem aðilar gera með sér er í samræmi við íslensk lög.

Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Vestra.

bottom of page